Bráðskemmtileg ástar- og spennusaga

Daginn sem forsætisráðherra Íslands biður Guð að blessa þjóðina finnur öskukallinn Gómur Barðdal afskorið mannsnef í ruslatunnu við glæsihýsi í Þingholtunum. Skömmu síðar er frændi hans, seinheppna skáldið Geir Norðann, ráðinn sem ljóðakennari inn á þetta sama heimili. Hver á þetta nef? Hvernig endaði það í ruslatunnu?

Meðan íslenskt þjóðfélag gengur af göflunum ráðast þeir frændur í að leysa ráðgátuna um nefið ásamt lúgustelpunni Zipo, Kötu bílasala, Diddu öskukellingu, fyrrverandi fangaverði ársins, og fleiri ógleymanlegum persónum.

Leitin að eigandanum leiðir söguhetjurnar inn í meiriháttar samsæri sem teygir anga sína upp í efstu lög íslensks samfélags.

Mikilvægt rusl er bráðfyndin og grípandi ástar- og spennusaga sem leiftrar af frásagnargleði. Bókin er fimmta skáldsaga Halldórs Armands Ásgeirssonar.

Upplestrar, fyrirlestrar og heimsóknir í bókaklúbba

Ég tek að mér upplestra og kynningar á vinnustöðum. Þá held ég einnig fyrirlestra og heimsæki bókaklúbba. Hafðu samband hér að neðan. Saman búum við til frábæra stund!

  • Námsmenn

    Námsmenn fá bókina á aðeins 4.990 kr. Fylltu út upplýsingarnar hér að neðan, settu skólann í athugasemd og við sendum þér afsláttarkóða.

  • Bókaklúbbar

    Bókaklúbbar fá bókina á 20% afslætti ef þeir kaupa 5 eintök eða fleiri. Sendu okkur línu ef þú ert með séróskir.

  • Sorphirðustarfsfólk

    Starfsfólk sorphirðunnar fær bókina á 20% afslætti. Fylltu út upplýsingarnar hér að neðan og settu starfstitil í athugasemd.

Hafðu samband við Halldór