Sleppa yfir í upplýsingar um vöru
1 af 1

Halldór Armand

Bróðir - persónulegt eintak

Bróðir - persónulegt eintak

Venjulegt verð 10.000 ISK
Venjulegt verð Söluverð 10.000 ISK
Útsala Uppselt
Með skatti.

Persónulegt eintak af skáldsögunni Bróður eftir Halldór Armand sem inniheldur handskrifað bréf frá höfundi til viðtakanda um tilurð sögunnar.

Saga þeirra systkina Tinnu og Skorra var saga um hrylling og ofbeldi ástarinnar, þetta var saga um grimmd örlaganna, þetta var saga um það hversu lítið manneskjur hafa um það að segja hvernig líf þeirra fer. En þetta var líka saga um venjulegan mann. Mann sem hafði – til að orða það groddalega – drepið systur sína og vildi að ég skrifaði um það til þess að heimurinn vissi að honum hefði aldrei gengið nema gott eitt til.

Bróðir er fjórða bók Halldórs Armands.

Sumar bækur ná manni strax í fyrstu málsgrein og sleppa aldrei. Bróðir er ein af þeim. Hún heldur manni svo ekki bara af því hún er spennandi, heldur ekki síður út af mergjuðum stílnum, heimspekilegum pælingum og innsæinu.“ - Stundin

„Bróðir er skáldsaga, en það er eitthvað svo satt og stingandi við hana að það verður nánast eins og hún sé skrifuð sem ævisaga. Pappírin verður að húð og orðin verða að rödd. Við hlustum á persónurnar, við heyrum hjörtu þeirra slá örar þegar þær gráta eða öskra, við deilum gleði þeirra, efasemdum þeirra, ást þeirra og harmleik.“ - Le Figaro um Bróður.

„Halldór Armand er svo sannarlega ein af þeim nýju röddum í íslenskum bókmenntum sem vert er að fylgjast með.“ - Le Monde um Bróður.

Skoða allar upplýsingar